Kristján Orri er á leið í Breiðholtið

Kristján Orri Jóhannsson.
Kristján Orri Jóhannsson. Ljósmynd / Þórir Ó.Tryggvason

Örvhenti hornamaðurinn Kristján Orri Jóhannsson, sem leikið hefur með Akureyri handboltafélagi síðustu fjögur keppnistímabil, hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍR.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir heimildum og að hann hafi þegar skrifað undir tveggja ára samning við Breiðholtsliðið.

Kristján Orri, sem verður 24 ára gamall síðar á þessu ári, var einn besti leikmaður Akureyrarliðsins og var ýmist markahæsti leikmaður liðsins eða sá næstmarkahæsti þau fjögur ár sem hann var í herbúðum Akureyringa. Hann var á meðal markahæstu leikmanna Olísdeildarinnar leiktíðina 2014/2015 með 151 mark. Kristján Orri lék með Gróttu í tvö ár áður en hann gekk til liðs við Akuryri sumarið 2013.

Brottför Kristjáns Orra frá Akureyri tengist ekki þeim breytingum sem urðu á liðinu á dögunum þegar KA sleit samstarfinu um útgerðina. Hann hafði tilkynnt forráðamönnum Akureyrarliðsins í vetur sem leið að hann ætlaði sér að flytja suður.

ÍR verður í efstu deild karla á næstu leiktíð eftir eins árs dvöl í 1. deild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert