Nökkvi Dan samdi við Gróttu

Nökkvi Dan, til hægri, í leik með Gróttumönnum.
Nökkvi Dan, til hægri, í leik með Gróttumönnum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Handknattleiksmaðurinn Nökkvi Dan Elliðason er búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu.

Nökkvi Dan gekk í raðir Gróttu frá ÍBV fyrir tímabilið og skoraði 46 mörk í 21 leik með liðinu í Olís-deildinni í vetur. Hann hefur leikið með yngri landsliðunum og er í æfingahópi U21 árs landsliðsins fyrir HM sem fram fer í Alsír í júlí.

Kári Garðarsson var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs Gróttu en hann hefur þjálfað kvennalið félagsins með frábærum árangri undanfarin fjögur ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert