Noregur vann Litháen örugglega

Bjarte Myrhol er fyrirliði norska landsliðsins.
Bjarte Myrhol er fyrirliði norska landsliðsins. AFP

Noregur vann Litháen 30:20 þegar liðin mættust í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í handbolta.

Litháen átti fyrsta mark leiksins, og var staðan jöfn, 5:5 snemma í leiknum. Norðmenn gáfu þá í og voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks.

Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um sæti á EM sem fram fer í Króatíu á næsta ári, en Noregur tryggði sér farseðilinn með sigrinum og jafnframt annað sæti riðilsins.

Fyrri leikur liðanna sem leikinn var í Litháen í nóvember, fór 32:29 heimamönnum í vil. Norðmenn fara upp úr riðlinum og alla leið til Króatíu ásamt Frökkum sem unnu riðilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert