Stórhættulegur leikur

Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðar landsliðsþjálfari og Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari t.h. …
Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðar landsliðsþjálfari og Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari t.h. ræða við Guðna Jónsson liðsstjóra íslenska landsliðsins á æfingu í gær. mbl.is/Golli

„Úkraínumenn hafa staðið sig vel og hafa unnið vel fyrir þeirri stöðu sem þeir eru komnir í. Þeir eru að gera margt rétt,“ sagði Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, um væntanlegan andstæðing í lokaleiknum í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik, Úkraínu. Þeir mæta íslenska landsliðinu í Laugardalshöllinni klukkan 18.45 á morgun.

Eftir tap fyrir Tékkum í Brno á miðvikudagskvöldið eru Geir og lærisveinar hans með bakið upp að vegg. Hjá þeim gildir ekkert annað en sigur í leiknum við Úkraínu til þess að tryggja sér keppnisrétt í lokakeppni EM í tíunda sinn í röð.

„Þetta stórhættulegur leikur fyrir okkur. Það er alls ekkert sjálfgefið að vinna alla leiki á heimavelli. Þótt við höfum ekki tapað leik í undankeppni stórmóts í Laugardalshöll í háa herrans tíð þá er það ekki ávísun á að leikir vinnist af sjálfu sér vegna hefðar. Það má ekki líta á það sem sjálfsagðan hlut,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. Íslenska landsliðið kom heim frá Tékklandi rétt fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldið.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert