Svíar völtuðu yfir Slóvaka

Kristján Andrésson
Kristján Andrésson AFP

Sænska karlalandsliðið í handknattleik átti ekki í neinum vandræðum með að vinna Slóvakíu, 31:17 í lokaumferð undankeppni EM sem fram fer í Króatíu á næsta ári. Svíar hafna í toppsæti 6. riðils með tíu stig, þremur meira en Svartfjallaland. 

Staðan í hálfleik var 14:7, Svíum í vil og bættu þeir sænsku hægt og rólega við forystu sína í seinni hálfleik. Kristján Andrésson er þjálfari sænska liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert