Biður fólk um að mæta tímanlega

Íslenska landsliðið mætir Úkraínu í stórleik í kvöld.
Íslenska landsliðið mætir Úkraínu í stórleik í kvöld. mbl.is/Golli

Stórleikur Íslands og Úkraínu í undankeppni EM í handknattleik fer fram í Laugardalshöll kl. 18:45 í kvöld. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um hvort Ísland komist í lokakeppnina í janúar. Tónlistarhátíðin Secret Soltice fer fram í Laugardalnum um þessar mundir og verður því mikill mannfjöldi samankominn í Laugardalnum í kvöld. 

„Við viljum biðla til fólks um að mæta tímanlega. Eins og alþjóð veit þá er Secret Solstice í gangi og það er takmarkað af bílastæðum nálægt Laugardalshöll. Við bendum fólki á að leggja hjá KSÍ eða við skautahöllina og eins Suðurlandsbraut. Svo væri sniðugt að nýta sér almenningssamgöngur," sagði Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ í samtali við Morgunblaðið í dag. 

„Það eru enn um 100 miðar eftir á leikinn og þeir eru til sölu á tix.is," bætti Róbert við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert