„Hugarfarið var allt annað“

Rúnar Kárason fremstur í flokki íslensku landsliðsmannanna eftir sigurinn á …
Rúnar Kárason fremstur í flokki íslensku landsliðsmannanna eftir sigurinn á Úkraínu í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Pálmarsson var í stóru hlutverki þegar Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni EM í Króatíu í janúar með sannfærandi sigri á Úkraínu í Laugardalshöll í gærkvöld. „Mér fannst við mæta tilbúnir í þennan leik. Þeir voru inni í leiknum í fyrri hálfleik en mér fannst þeir samt þurfa að hafa meira fyrir hlutunum.

Mér leið alltaf vel í þessum leik. Alveg frá fyrstu mínútu. Við vorum vel undirbúnir og hugarfarið var allt annað. Ég er hrikalega ánægður með hvernig við mættum til leiks og stoltur af liðinu,“ sagði Aron, sem ekki hefur farið leynt með þá skoðun sína að stig Íslands hefðu mátt vera fleiri í þessari undankeppni.

„Ég hef talað svolítið mikið um þá skoðun mína að við hefðum átt að ná í fleiri stig. Mér fannst við eiga að gera betur í riðlinum. Ég bara trúði því eiginlega ekki þegar við töpuðum fyrri leiknum gegn Úkraínu. Við unnum þá með átta mörkum í kvöld og sýndum að við erum töluvert betri. Riðillinn hefur nánast spilast fáránlega og ég er gríðarlega ánægður með að komast á EM.“

Aron sagði tímann sem hópurinn hefði verið saman vera dýrmætan. Sagðist hann sjá batamerki á leik liðsins eftir nokkra daga og færði fyrir því rök.

Nánar er rætt við Aron og fjallað um sigur Íslands í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert