Leó Snær í Stjörnuna

Leó Snær og Vilhjálmur Ingi Halldórsson formaður meistaraflokksráðs karla.
Leó Snær og Vilhjálmur Ingi Halldórsson formaður meistaraflokksráðs karla. Ljósmynd/Stjarnan

Handknattleiksmaðurinn Leó Snær Pétursson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna. Leó kemur frá HK Malmö í Svíþjóð, þar sem hann hefur verið síðan 2015. 

Leó spilaði með HK áður en hann fór til Malmö og varð hann Íslandsmeistari með liðinu árið 2012. Leó er hægri hornamaður, en hann getur einnig spilað í skyttustöðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert