Snorri og Árni til Íslandsmeistaranna

Snorri Steinn Guðjónsson er á leið í Val.
Snorri Steinn Guðjónsson er á leið í Val. Ljósmynd/Adam Jastrzebowski

Vísir greinir frá því í dag að handknattleiksmennirnir Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson eru á leið til Íslandsmeistara Vals. Snorri er í viðræðum við franska félagið Nimes um starfslokasamning og Árni Þór yfirgaf þýska félagið Aue eftir leiktíðina. Ásamt því að spila fyrir liðið mun Snorri einnig fara í þjálfarateymi Valsmanna. 

Valur hefur ekki staðfest neitt í þessum efnum, en gera má ráð fyrir að það verði gert á næstu dögum eða vikum. Snorri var mjög góður á nýliðinni leiktíð og var hann níundi markahæsti leikmaður frönsku A-deildarinnar með 127 mörk. 

Árni skoraði 109 mörk í 38 leikjum í þýsku B-deildinni á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert