Tandri og félagar í Meistaradeild Evrópu

Tandri Már Konráðsson, t.v., leikmaður Skjern.
Tandri Már Konráðsson, t.v., leikmaður Skjern. Ljósmynd/Facebook-síða Tandra

Handknattleiksmaðurinn Tandri Már Konráðsson og félagar hans í danska handknattleiksliðinu Skjern munu leika í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á næstu leiktíð eftir að hafa fengið svokallað „wildcard“ um að leika í keppninni.

Skjern tapaði í úrslitaviðureign við Álaborg, liðið sem Aron Kristjánsson þjálfar og þeir Arnór Atlason og Janus Daði Smárason leika með, um danska meistaratitilinn á síðustu leiktíð og allt virtist benda til þess að Álaborgarliðið væri það eina frá Danmörku sem myndi leika í keppninni á næstu leiktíð.

Í dag tilkynnti hins vegar evrópska handknattleikssambandið að Skjern muni leika í Meistaradeildinni en liðið sótti um áðurnefnt „wildcard“ þar sem valið var úr liðum byggt á áhorfendafjölda, styrktaraðilum, auk umgjarðarinnar í heild sinni í kringum heimaleiki.

28 lið munu leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og 27 hafa þegar tryggt sér þátttöku en síðasta liðið kemur inn í gegnum sérstakt úrtökumót.

Riðlar A og B:

Telekom Veszprem (Ung)
Rhein-Neckar Löwen (Þjó)
HCVardar (Mak)
KS Vive Tauron Kielce (Pól)
Paris Saint Germain HB (Fra)
THW Kiel (Þjó)
SG Flensburg-Handewitt (Þjó)
HC PPD Zagreb (Kró)
HBC Nantes (Fra)
FC Barcelona Lassa (Spá)
Orlen Wisla Plock (Pól)
IFK Kristianstad (Sví)
Aalborg Handball (Dan)
MOL-Pick Szeged (Ung)
RK Celje Pivovarna Lasko (Slóve)
HC Meshkov Brest (Hvíta-Rús)

Riðlar C og D:

Ademar Leon (Spá)
HC Metalurg (Mak)
Skjern Handball (Dan)
Montpellier HB (Fra)
Kadetten Schaffhausen (Svi)
HC Motor Zaporozhye (Úkr)
Besiktas JK (Tyr)
RK Gorenje Velenje (Slóve)
Elverum HH (Nor)
Chekhovskie Medvedi (Rús)
Dinamo Bucuresti (Rúm)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert