Alfreð og Tandri færðir í Meistaradeildina

Alfreð Gíslason hefur verið afar sigursæll sem þjálfari Kiel en …
Alfreð Gíslason hefur verið afar sigursæll sem þjálfari Kiel en í vetur endaði liðið í 3. sæti þýsku 1. deildarinnar, á eftir meisturum Rhein-Neckar Löwen og Flensburg. Ljósmynd/THW Kiel

Þrátt fyrir að hafa endað í 3. sæti þýsku 1. deildarinnar í handbolta á síðustu leiktíð munu Alfreð Gíslasonar og lærisveinar hans í Kiel líkt og síðustu ár verða á meðal keppenda í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Kiel er á meðal þeirra liða sem framkvæmdastjórn handknattleikssambands Evrópu samþykkti að yrðu færð úr EHF-bikarnum og upp í Meistaradeildina. Kiel verður á meðal þeirra liða sem leika í efri riðlum keppninnar, A- eða B-riðli, líkt og Wisla Plock frá Póllandi og Nantes frá Frakklandi sem fengu sömu breytingu í gegn. Þar verða því þrjú þýsk lið, því meistarar Rhein-Neckar Löwen og Flensburg verða einnig í A- eða B-riðli.

Ademar Leon frá Spáni, Montpellier frá Frakklandi, Metalurg frá Makedóníu, Skjern frá Danmörku og Gorenje Velenje frá Slóveníu voru einnig færð úr EHF-bikarnum en munu leika í C- eða D-riðli í haust. Landsliðsmaðurinn Tandrí Már Konráðsson er leikmaður dönsku bikarmeistaranna í Skjern.

EHF hafnaði 12 umsóknum um sæti í Meistaradeildinni, þar á meðal frá hollensku meisturunum í OCI Lions, að því er segir í frétt á heimasíðu sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert