Egill verður áfram hjá Holstebro

Egill Magnússon.
Egill Magnússon. mbl.is/Golli

Handknattleiksmaðurinn Egill Magnússon verður áfram í herbúðum danska úrvalsdeildarliðsins Team Tvis Holstebro á næstu leiktíð.

Egill hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli í hné um langt skeið og lék lítið með liðinu á síðustu leiktíð. Hann var einnig talsvert frá keppni tímabilið þar á undan.

Egill sagði við Morgunblaðið í gær að hann gerði sér góðar vonir um að vera á batavegi þannig að hann gæti nú fyrir alvöru farið að einbeita sér að handboltanum á næstu leiktíð. „Staðan verður betri með hverjum deginum sem líður,“ sagði Egill, sem er tvítugur og gekk til liðs við Holstebro fyrir tveimur árum eftir að hafa vakið mikla athygli með Stjörnunni.

Egill verður ekki með U21 árs landsliði Íslands á HM í Alsír síðar í þessum mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert