Adam Haukur lengi frá vegna veikinda

Adam Haukur Baumruk í leik með Haukum gegn Fram á …
Adam Haukur Baumruk í leik með Haukum gegn Fram á síðustu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stórskyttan Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka, verður frá keppni næstu mánuði vegna veikinda en þetta kemur fram á Vísi.

Adam Haukur greindist með einkirningasótt og hann gæti orðið frá æfingum og keppni í allt að hálft ár. Adam Haukur hefur leikið stórt hlutverk með Haukaliðinu undanfarin ár og á síðustu leiktíð var hann markahæsti leikmaður félagsins með 133 mörk í 27 deildarleikjum.

„Hann verður frá í óákveðinn tíma,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Haukanna, í viðtali við Vísi en hann staðfesti veikindi Adams í samtali við vefinn. „Þetta er mikið áfall fyrir hann sjálfan,“ segir Gunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert