Grótta fær sænska skyttu

Maximilian Jonsson í leik með Leipzig.
Maximilian Jonsson í leik með Leipzig. Ljósmynd/Grótta

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gengið frá tveggja ára samningi við sænsku skyttuna Maximilian Jonsson.

Jonsson, sem er 28 ára, hefur leikið í B- og C-deildunum í Frakklandi undanfarin þrjú ár, fyrst með Nancy og svo Istres handball. Þar á undan lék hann með Leipzig og Hildesheim í þýsku B-deildinni. 

„Þetta eru frábær tíðindi fyrir Gróttu enda er Max reynslumikill leikmaður sem við teljum að muni nýtast liðinu vel á komandi árum,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari liðsins, um komu Jonssons. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert