Strákarnir spila úrslitaleik í dag

Arnar Freyr Arnarsson línumaður U21 árs landsliðsins.
Arnar Freyr Arnarsson línumaður U21 árs landsliðsins. mbl.is/Golli

Íslenska U21 árs landslið karla í handknattleik spilar í dag úrslitaleik við Króatíu um efsta sæti D-riðils á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Alsír.

Ísland vann 17 marka sigur á Marokkó á laugardag, 35:18, og er með fullt hús stiga í riðlinum að loknum fjórum leikjum af fimm. Króatía er með stigi minna og því dugir strákunum jafntefli til þess að vinna riðilinn.

Í leiknum gegn Marokkó var staðan í hálfleik 11:8 fyrir Ísland en í síðari hálfleik opnuðust allar flóðgáttir. Undir lokin skoruðu strákarnir sjö mörk í röð og skoruðu jafnframt 11 af 12 síðustu mörkum leiksins.

Sigurvegarinn í viðureigninni gegn Króatíu í dag mætir liðinu sem hafnar í fjórða sæti C-riðils í 16-liða úrslitunum og þar koma alls fjórar þjóðir til greina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert