Þriggja marka tap fyrir Frökkum

Dagur Gautason.
Dagur Gautason. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska U17 ára landslið karla í handknattleik tapaði í dag fyrir Frökkum, 34:31, í öðrum leik sínum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Györ í Ungverjalandi. Ísland tapaði fyrir Slóveníu í fyrsta leik sínum í gær.

Leikurinn gegn Frökkum í dag var jafn og spennandi og mikill hraði var í leiknum. Frakkar voru með tveggja marka forystu í hálfleik, 19:17, og héldu forskotinu í síðari hálfleik. Ísland náði að minnka muninn í eitt mark þegar skammt var eftir en Frakkar gulltryggðu sigurinn 34:31.

Haukur Þrastarson var markahæstur í íslenska liðinu í dag með 9 mörk og Páll Eiríksson varði 9 skot í markinu. Næsti leikur er á morgun þar sem strákarnir mæta Spánverjum.

Mörk Íslands: Haukur Þrastarson 9, Dagur Gautason 5, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 4, Tjörvi Týr Gíslason 3, Arnór Snær Óskarsson 3, Tumi Steinn Rúnarsson 3, Goði Ingvar Sveinsson 2, Eiríkur Guðni Þórarinsson 1, Daníel Freyr Rúnarsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert