Mæta þeim markahæsta

Óðinn Þór Ríkharðsson er markahæstur íslenska liðsins.
Óðinn Þór Ríkharðsson er markahæstur íslenska liðsins. Ljósmynd/IHF

Íslenska U21 árs landslið karla í handknattleik mætir Túnis í dag í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins sem fram fer í Alsír.

Túnis hafnaði í þriðja sæti síns riðils, vann tvo leiki af fimm, en íslenska liðið vann fjóra leiki í röð áður en það tapaði fyrir Króatíu í síðasta leik riðilsins og hafnaði í öðru sæti.

Í liði Túnis er markahæsti leikmaður mótsins til þessa, Skander Zaied, en hann hefur skorað 47 mörk í fimm leikjum. Hann var einnig í A-landsliði Túnis sem gerði jafntefli við Ísland á HM í Frakklandi í janúar, en skoraði þá ekki mark. Markahæsti leikmaður Íslands á mótinu nú er Óðinn Þór Ríkharðsson með 28 mörk í fimm leikjum.

Sigurvegarinn í leiknum í dag mun mæta annaðhvort Þýskalandi eða Svíþjóð í átta liða úrslitum mótsins strax á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert