Svekkjandi tap fyrir Kósóvó

Berta Rut Harðardóttir var valin besti leikmaður íslenska liðsins.
Berta Rut Harðardóttir var valin besti leikmaður íslenska liðsins. Ljósmynd/Instagram-síða HSÍ

Íslenska U17 ára stúlknalandsliðið í handknattleik mátti þola 26:25 tap gegn Kósóvó í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Makedóníu í gær. 

Staðan var jöfn, 25:25, þegar skammt var eftir og fékk íslenska liðið tækifæri til að komast yfir, það gekk hins vegar ekki og stúlkurnar frá Kósóvó tryggðu sér sigurinn. 

Markaskorarar Íslands í leiknum: 
Berta Rut Harðardóttir 7, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Sara Dögg Hjaltadóttir 4, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 3, Alxeandra Líf Arnarsdóttir 2, Birta Rún Grétarsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Ísabella Maria Eriksdóttir 1. 

Sara Sif Helgadóttir varði fimm skot í fyrri hálfleik og Margrét Einarsdóttir varði sjö í þeim síðari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert