Roland á heimaslóðum með U19

Roland var alsæll í íþróttahöllinni í Tblisi í morgun.
Roland var alsæll í íþróttahöllinni í Tblisi í morgun. Ljósmynd/Facebook-síða HSÍ

U-19 ára handknattleikslandslið karla æfði í Tblisi í Georgíu í dag þar sem liðið keppir á heimsmeistaramótinu. Liðið æfði í sömu höll og Roland Eradze æfði og spilaði í á yngri árum.

„Það var sérstök tilfinning fyrir Roland að koma á æskuslóðirnar eftir margra ára fjarveru. Roland sem nú er íslenskur ríkisborgari er í þjálfarateymi íslenska liðsins er vel þekktur í borginni og starfsfólk íþróttahallanna og handboltahreyfingarinnar heilsar honum með virktum,“ segir á Facebook-síðu HSÍ í dag.

Roland á ættir að rekja til Georgíu. Hann var um árabil einn af bestu markvörðum efstu deildar hér á landi og lék á sínum tíma 52 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Færsluna má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert