Fjórar barnshafandi í efstu deild

Steinunn Björnsdóttir verður ekki með Fram fyrr en í fyrsta …
Steinunn Björnsdóttir verður ekki með Fram fyrr en í fyrsta lagi í vor. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að minnsta kosti fjórir leikmenn í liðum úr efstu deild kvenna í handknattleik, Olís-deildarinnar, verða ekki með sínum liðum stóran hluta vetrar þar sem þær eiga von á barni.

Miðillinn Fimmeinn.is greinir frá þessu í dag. Þar segir að Íslandsmeistarinn Steinunn Björnsdóttir hjá Fram eigi von á sér snemma í janúar og vonaðist eftir að ná lokum keppnistímabilsins ef allt gengi vel. Hún var valin besti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili.

Fimmmeinn greinir einnig frá því að þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Laufey Ásta Guðmundsdóttir hjá Gróttu séu með barni og verði ólíklega með í vetur. Það sama gildir um Elínu Önnu Baldursdóttur hjá Haukum, sem er sögð eiga von á sér í desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert