Teitur markahæsti leikmaður HM

Einbeittur Teitur Örn Einarsson var markahæstur á HM, fyrstur Íslendinga.
Einbeittur Teitur Örn Einarsson var markahæstur á HM, fyrstur Íslendinga. Eggert Jóhannesson

Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum undir 19 ára í handbolta lauk leik á heimsmeistaramótinu í Georgíu í gær. Frakkar urðu heimsmeistarar eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleik 28-25. Danir náðu 3. sætinu með naumum sigri á Króötum.

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson varð markahæsti leikmaður mótsins, en hann skoraði hvorki meira né minna en 66 mörk í sjö leikjum, sem gerir um 9,5 mörk að meðaltali í leik. Hann er annar Íslendingurinn sem verður markahæstur á heimsmeistaramóti en Guðjón Valur Sigurðsson varð markakóngur heimsmeistaramóts fullorðina í Þýskalandi fyrir 10 árum. 

Teitur lék tveimur leikjum færra en leikmenn efstu liðanna þar sem Ísland hafnaði í 10. sæti en liðin í efstu átta sætunum léku fleiri leiki.

Haukamaðurinn Andri Scheving átti einnig frábært mót í markinu. Hann varði 38,8% skota sem hann fékk á sig. Árni er næst hæstu hlutfallsmarkvörslu markvarða á mótinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert