19 ára með 11 mörk á Ragnarsmótinu

Eyjakonan Sandra Erlingsdóttir var markahæst í gær.
Eyjakonan Sandra Erlingsdóttir var markahæst í gær. Ófeigur Lýðsson

Ragnarsmótið í handbolta hófst í gærkvöldi kvennamegin, en tveir leikir fóru þá fram. Fram vann tveggja marka sigur á ÍBV, 36:34, og heimakonur á Selfossi töpuðu fyrir Valskonum, 19:23. Karlaliðin hefja leik á fimmtudag.

Hin 19 ára gamla Sandra Erlingsdóttir var markahæst Eyjakvenna með 11 mörk, en Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði 10 fyrir Fram. Ester Óskarsdóttir var með fimm mörk, en hún skrifaði undir eins árs samning við ÍBV á dögunum.

Mótið er haldið í 27. sinn á Selfossi til minningar um Ragnar Hjálmtýsson, en liðin sem leika í ár eru kvennalið ÍBV, Vals, Selfoss og Fram og karlalið ÍR, HK, Selfoss og Fjölnis.

ÍBV 34-36 Fram

Mörk ÍBV:
Sandra Erlingsdóttir 11
Díana Kristín Sigmarsdóttir 9 
Ester Óskarsdóttir 5
Karolina Bahrenz 4
Greta Kavalauskaite 3
Eva Aðalsteinsdóttir 1
Sandra Dís Sigurðardóttir 1

Mörk Fram:
Þórey Rósa Stefánsdóttir 10
Karen Knútsdóttir 10
Elísabet Gunnarsdóttir 6 
Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4
Ragnheiður Júlíusdóttir 3
Marthe Sördal 2 
Arna Þyrí Ólafsdóttir 1

Selfoss 19 - 23 Valur

Mörk Selfoss:
Hulda Dís Þrastardóttir 4
Perla Ruth Albertsdóttir 4
Elva Rún Óskarsdóttir 2
Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 2
Katla María Magnúsdóttir 2
Katrín Erla Kjartansdóttir 2
Sólveig Erla Oddsdóttir 1
Arna Einarsdóttir 1
Agnes Sigurðardóttir 1

Mörk Vals:
Kristín Guðmundsdóttir 7
Diana Satkauskaite 5
Kristín A. Ólafsdóttir 3
Hildur Björnsdóttir 1
Díana Dögg Magnúsdóttir 2
Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1
Ragnhildur E. Þórðardóttir 1
Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1
Íris Ásta Pétursdóttir 1
Alexandra D. Birkisdóttir 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert