Davíð Svansson kominn í Víking

Davíð Svansson er genginn í raðir Víkings.
Davíð Svansson er genginn í raðir Víkings. Ljósmynd/Knattspyrnufélagið Víkingur

Handknattleiksmarkvörðurinn Davíð Svansson hefur gengið í raðir Víkings sem leikur í Olís-deildinni í vetur. Davíð skrifaði undir eins árs samning við Hvíta riddarann 10. júlí, en nú hafa félögin komist að samkomulagi um mosfellska markvörðinn. Samningurinn við Víking er til eins árs, en Davíð hefur leikið með Aftureldingu í Olís-deildinni um árabil.

Nú stendur Hvíti riddarinn frammi fyrir því að vera með einn markmann, hinn þaulreynda, 72 ára Sveinbjörn Sævar Ragnarsson. Í tilkynningu frá Víkingum þakka þeir Hvíta riddaranum fyrir góðar og skilningsríkar viðræður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert