Guðjón áfram meiddur og Löwen tapaði

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Ljósmynd/rhein-neckar-loewen.de

Guðjón Valur Sigurðsson er enn á meiðslalistanum hjá liði Rhein-Neckar Löwen sem tapaði á útivelli gegn Flensburg í dag með fimm marka mun, 27:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik.

Guðjón Valur er meiddur á kálfa en nú hefur landsliðsfyrirliðinn misst af tveimur fyrstu leikjum Rhein-Neckar í deildinni. Alexanders Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar í dag úr 10 skotum.

Bjarki Már Elísson er sömuleiðis á meiðslalista Füchse-Berlin sem vann Ludwigshafen 31:24 örugglega. Berlínarrefirnir voru að leika sinn fyrsta leik í þýsku deildinni í dag.

Rúnar Kárason skoraði þrjú mörk fyrir Hannover Burgdorf sem vann 29:27 sigur á Wetzlar í Hannover. Hannover hefur unnið fyrstu tvo leiki sína.

Kiel, lærisveinar Alfreðs Gíslasonar, unnu fyrr í morgun, 32:32 sigur á Magdeburg. Kiel hefur unnið báða sína leiki.

Þá skoraði Ragnar Jóhannsson eitt mark fyrir Hüttenberg, liðinu sem Aðalsteinn Eyjólfsson stýrir, en liðið beið lægri hlut gegn Melsungen á heimavelli, 28:27. Hüttenberg er án stiga eftir þrjá leiki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert