Böggull fylgir skammrifi

Glæsileg tilþrif í strandhandboltaleik.
Glæsileg tilþrif í strandhandboltaleik. Ljósmynd/IHF

Alþjóðaólympíunefndin, IOC, mun í dag á fundi í Lima í Perú taka ákvörðun um hvort strandhandbolti verði keppnisgrein á Ólympíuleikum frá og með leikunum 2024.

Verulegar líkur eru á að íþróttin fái brautargengi innan hinnar íhaldssömu hreyfingar sem IOC er. Komi til þess má hinsvegar reikna með að tilkoma strandhandboltans komi niður á keppni í hefðbundnum handknattleik sem reyndist vera önnur aðsóknarmesta íþróttagrein leikanna í Ríó í fyrra.

Vegna ramma um fjölda keppenda á hverjum Ólympíuleikum er talið fullvíst að hefðbundin handknattleikskeppni verði skorin niður, þátttökuliðum fækkað og keppni stytt frá því sem verið hefur frá því innanhússhandknattleikur varð almenn keppnisgrein sumarleika árið 1972.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert