Þóri og norska liðinu spáð bestu gengi

Þórir Hergeirsson ásamt leikmönnum og aðstoðarfólki sínu eftir Evrópumeistaratitilinn í …
Þórir Hergeirsson ásamt leikmönnum og aðstoðarfólki sínu eftir Evrópumeistaratitilinn í fyrra. AFP

Norska kvennalandsliðinu í handknattleik, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, er af Evrópska handknattleikssambandinu spáð bestu gengi í undankeppni EM 2018 sem hefst í lok mánaðarins.

Noregi er raðað efst af þjóðunum 28 sem freista þess að tryggja sér sæti á EM, en norska liðið er ríkjandi heims- og Evrópumeistari. Noregur er í riðli með Króatíu, Úkraínu og Sviss í undankeppninni.

Íslandi er raðað í 15.-21. sæti af þjóðunum 28, en þar eru einnig Úkraína, Slóvakía, Hvíta-Rússland, Króatía, Austurríki og Makedónía. Eru þær þjóðir sagðar geta komið á óvart í undankeppninni, en 16 þjóðir komast í lokakeppnina í Frakklandi sem fram fer í desember á næsta ári.

Ísland mætir Danmörku og Tékklandi í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni 27. september og 1. október næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert