Sigfús Páll er gjaldgengur

Sigfús Páll Sigfússon.
Sigfús Páll Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleiksmaðurinn Sigfús Páll Sigfússon er loksins orðinn gjaldgengur með Fjölni, nýliðum Olís-deildarinnar. Félagsskipti hans frá japanska liðinu Wakunaga hafa loksins gengið í gegn eftir nokkra bið.

Vegna dráttar á frágangi félagsskiptanna hjá handknattleikssambandi Japan mátti Sigfús Páll ekki leika með Fjölni í tveimur fyrstu leikjum liðsins í deildinni, gegn Víkingi og Selfoss. Hann verður tilbúinn í slaginn þegar Fjölnir leikur sinn fyrsta heimaleik í úrvalsdeild karla á sunnudaginn. Þá koma Íslandsmeistarar Vals í heimsókn í Dalshús í Grafarvogi.

Sigfús Páll lék með Wakunaga í Japan frá 2014 til 2016 en hafði áður verið með Val og Fram hér og landi. Hann var m.a. í Íslandsmeistaraliði Fram 2006 og 2013 og bikarmeistari með Val 2008.

Sigfús Páll, sem er leikstjórnandi, var í þjálfarateymi Fjölnis á síðasta keppnistímabili þegar liðið vann 1. deildin. Hann ákvað að draga fram keppnisskóna á nýjan leik í sumar og hefur æft með liðinu síðustu vikur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert