Egill orðinn löglegur með Stjörnunni

Egill Magnússon.
Egill Magnússon. Árni Sæberg

Egill Magnússon hefur fengið félagaskipti sín frá Team-Tvis Holstebro í Danmörku til Stjörnunnar staðfest af HSÍ og getur því spilað með liðinu gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í handknattleik á sunnudagskvöld.

Agli er ætlað að fylla í skarð sem myndaðist í Stjörnuliðinu við brotthvarf Ólafs Gústafssonar. Ólafur samdi við Kolding í Danmörku á dögunum og fór utan á þriðjudaginn eftir að hafa leikið einn leik með Stjörnunni í Olís-deildinni.

Egillá fjölda landsleikja að baki með yngri landsliðunum, hefur verið samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Team Tvis Holstebro á Jótlandi frá sumrinu 2015. Leiktíðina 2014/2015 sló hann í gegn með Stjörnuliðinu, þá aðeins á 18 ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert