Aftur þarf að venjast lífinu án Ramune

Maria Pereira hefur verið í lykilhlutverki og raðað inn mörkum …
Maria Pereira hefur verið í lykilhlutverki og raðað inn mörkum fyrir Hauka síðustu tvö ár. mbl.is/Árni Sæberg

Kvennalið Hauka í handbolta var sigursælast allra á Íslandi á eins konar gulláratug sínum, árin 1996-2005. Þá vann liðið til fimm Íslandsmeistaratitla. Raunar hefur ekkert lið fagnað fleiri Íslandsmeistaratitlum frá árinu 1996 og til dagsins í dag, en Stjarnan jafnmörgum.

Eftir gríðarmiklar breytingar á mannskap sumarið 2010 tóku við „magrari“ ár, en Haukar urðu deildarmeistarar í fyrravor og áttu eitt besta lið landsins á síðustu leiktíð.

Í vetur, rétt eins og fyrir sjö árum, þarf Haukaliðið nú að læra að fóta sig án stórskyttunnar, landsliðskonunnar og fyrrverandi atvinnumannsins Ramune Pekarskyte, sem yfirgefið hefur félagið öðru sinni og er farin til Stjörnunnar. Ramune skoraði 96 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Hauka síðasta vetur og lék enn stærra hlutverk í deildarmeistaratitlinum 2016.

Brotthvarf hennar er mikil breyting, en kannski minna áfall en margir halda ef marka má orð fyrirliðans Ragnheiðar Sveinsdóttur í umfjöllun um Haukaliðið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert