Stjörnukonur kipptu leiknum úr höndum Hauka

Þórhildur Braga Þórðardóttir með boltann í liði Hauka í dag
Þórhildur Braga Þórðardóttir með boltann í liði Hauka í dag mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson.

Yfirvegun og þolinmæði skilaði Stjörnukonum þegar þær sóttu Hauka heim í kvöld því það var ekki fyrr en liðið var á seinni hálfleik að þeim tókst loks að komast yfir í fyrsta sinn.  Þegar leið á leikinn var ljóst að Haukakonur höfðu ekkert til að snúa taflinu við og Stjarnan vann 25:21, þar með sinn fyrsta leik í vetur.

Garðbæingar voru alls ekki viðbúnir öflugum Hafnfirðingum, það var ekki fyrr en þjálfari Hauka tók leikhlé eftir tíu mínútur í stöðunni 6:1 fyrir Hauka að Stjörnukonur náðu áttum.   Það má hafa í huga að á meðan fór Elín Jóna Þorsteinsdóttir á kostum í marki Hauka og varði meðal annars þrjú víti og hraðaupphlaup.   Fljótlega fóru Stjörnukonur að komast inní leikinn en voru alltaf skrefinu á eftir en það munaði miklu að Ramune Pekarskyte fór loks í gang og hafði skorað  5 af 8 mörkum Stjörnunnar í hálfleik gegnum fyrrum félögum sínum, þar af þrjú úr vítum.

Fyrstu mínútur síðari hálfleiks skoruðu Haukakonur þrjú fyrstu mörkin en þá byrjaði eitthvað óðagot í sókninni, sérstaklega þegar skyttan Maria Pereira var tekin úr umferð og þær töpuðu boltanum ítrekað á meðan Ramune fékk að skjóta óhindrað á mark Hauka.  Þar kom að Stjörnukonur jafna um miðjan síðari hálfleik, komast síðan yfir þegar Ramune fékk að ógna í vörninni.

Markvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hélt Haukum inni í leiknum og skyttan Maria Pereira sá um að skora mörkin en þegar vörnin gleymdi sér og skyttan var tekin úr umferð var fátt um fína drætti. 

Ramune Pekarskyte sást varla fram eftir leik en loks þegar hún fór að koma sér inní leikinn náði liðið sjálfstraustinu.  Dröfn Haraldóttir var frábær í markinu og Stefanía Theodórsdóttir átti flottan sprett í síðari hálfleik þegar hún kom liði sínu í forystu.

Haukar 21:25 Stjarnan opna loka
60. mín. Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert