FH vann grannaslaginn

FH-ingurinn Ísak Rafnsson reynir skot að marki Hauka í leiknum …
FH-ingurinn Ísak Rafnsson reynir skot að marki Hauka í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil spenna var í Hafnarfirðinum í kvöld er erkifjendurnir Haukar og FH mættust á Ásvöllum í 3. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. FH-ingar stóðu uppi sem sigurvegarar en leiknum lauk 27:23.

Bæði lið höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína og eygðu toppsætið með sigri hér í kvöld og var barátta leiksins í takt við það. Liðin skiptust á að vera yfir en eftir 20. mínútur virtust Haukar vera hrista FH-inga af sér þegar þeir komust í þriggja marka forystu, 9:6, eftir góðan kafla. FH-ingar svöruðu því með að skora næstu fimm mörkin en staðan var svo hnífjöfn í hálfleik, 13:13.

Birkir Fannar Bragason fór í mark FH í seinni hálfleik og hann byrjaði vel er FH-ingar tóku forystuna. Haukum gekk illa að finna sig í byrjun hálfleiksins en unnu sig sem fyrr til baka inn í leikinn og var Daníel Þór Ingason drjúgur með 10 mörk.

Mikil stemning var á Ásvöllum í kvöld enda leikurinn í járnum allt til enda og liðin skiptust á að taka forystuna en á endasprettinum náði FH loks að komast yfir og halda því þannig. Markaskorun FH-inga skiptist nokkuð jafnt niður á leikmenn liðsins. Ágúst Birgisson og Ísak Rafnsson skoruðu sitt hvor sex mörkin en Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm.

FH-ingar er nú með Völsurum á toppnum og eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Haukar eru áfram með fjögur stig hafa nú tapað sínum fyrsta deildarleik í vetur.

Haukar 23:27 FH opna loka
60. mín. Guðmundur Árni Ólafsson (Haukar) á skot í slá Þarna fór það!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert