Bjarki ráðinn markaðsstjóri HSÍ

Bjarki Sigurðsson.
Bjarki Sigurðsson. Ljósmynd/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Bjarki Sigurðsson hefur verið ráðinn í stöðu markaðsstjóra HSÍ og mun hafa umsjón með markaðs- og kynningarstörfum sambandsins.
 
Bjarki er 37 ára gamall fyrrum leikmaður Vals í handknattleik og var á árum áður unglingalandsliðsmaður auk þess að eiga nokkra leiki með A landsliðinu. Hann er yngri bróðir Dags Sigurðssonar fyrrverandi landsliðsfyrirliða í handknattleik og núverandi þjálfara japanska landsiðins í handknattleik.

Eftir að ferlinum lauk hóf hann störf hjá markaðsdeild 365 þar sem hann starfaði á árunum 2007 til 2014, meðal annars sem verkefnastjóri Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þá hefur hann starfað á markaðsdeild Símans og hjá Skjá Einum. 
Bjarki starfaði nú síðast sem markaðsstjóri Bílanausts.

Bjarki hefur einnig gert það gott í tónlistinni en hann hefur til að mynda spilað með hljómsveitinni Mono Town.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert