Íslendingaliðin á toppnum

Ómar Ingi Magnússon í leik með Århus.
Ómar Ingi Magnússon í leik með Århus. Ljósmynd/aarhushaandbold.dk

Það voru Íslendingalið á ferðinni í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld og meðal annars var einn Íslendingaslagur.

Skjern fór þá illa með Team-Tvis Holstebro, 34:23. Tandri Már Konráðsson skoraði eitt mark fyrir Skejrn en Vignir Svavarsson skoraði þrjú fyrir Holstebro. Skjern er á toppnum með 8 stig eftir fimm leiki en Holstebro hefur 5 stig í sjötta sæti.

Århus er með jafnmörg stig og Skjern eftir fimm leiki, en Århus vann útisigur á Midtjylland í kvöld 30:26. Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Guðjónsson skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Århus og Róbert Gunnarsson bætti tveimur mörkum við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert