Theodór tryggði ÍBV stig í Dalshúsum

Breki Dagsson, Fjölnismaður, sækir að Róberti Aroni Hostert í leiknum …
Breki Dagsson, Fjölnismaður, sækir að Róberti Aroni Hostert í leiknum í Dalhúsum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýliðar Fjölnis og ÍBV skildu með skiptan hlut, 27:27, í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld í Olís-deild karla í handknattleik. Theodór Sigurbjörnsson jafnaði metin fyrir ÍBV úr vítakasti eftir að leiktíminn var úti en Arnar Snær Magnússon hafði komið Fjölni marki yfir þegar átta sekúndur voru til leiksloka. Þetta er annað jafntefli Fjölnis í deildinni. 

Eyjamenn geta þakkað fyrir stigið eftir að hafa átt undir högg að sækja lengst af í leiknum. Fjölnisliðið var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:13, eftir að hafa verið sterkari aðili leiksins, ekki síst í vörninni.

Lið ÍBV sótti aðeins í sig veðrið í síðari hálfleik og náði að jafna en gekk lítt að komast yfir og hrista nýliðana af sér. Fjölnismenn gáfust ekki upp og hefðu með meiri yfirvegun í lokin getað unnið bæði stigin.

Sem fyrr segir var varnarleikur Fjölnis lengst af góður en markvarslan datt niður í síðari hálfleik og munar um minna. Fleiri leikmenn  en áður taka af skarið í sóknarleiknum.

Lið ÍBV er langt í frá að standa undir væntingum í upphafi mótsins. Sóknarleikurinn er á köflum stirður og klaufskur þar sem einnig virðist sem einbeiting mætti vera betri. Stephen Nielsen var góður í markinu og bjargaði oft mjög vel, m.a. varði hann tvö vítaköst og munar um minna í jöfnum leik.

Fjölnir 27:27 ÍBV opna loka
60. mín. ÍBV tekur leikhlé - 57 sekúndur til leiksloka. Eyjamenn ráða ráðum sínum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert