Naumur sigur Hauka í Grafarvogi

Ólöf Ásta Arnþórsdóttir, leikmaður Fjölnis.
Ólöf Ásta Arnþórsdóttir, leikmaður Fjölnis. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar unnu nauman sigur á Fjölni, 20:18, er liðin mættust í fjórðu umferð úrvalsdeildar kvenna í kvöld. Leikurinn byrjaði af miklum krafti, en Haukar voru yfir mestmegnis í fyrri hálfleik. Fjölnir gaf þó ekkert eftir og lék hverja frábæra sóknina á fætur annarri og var einu marki undir þegar flautað var til hálfleiks, 9:10.

Seinni hálfleikurinn var jafn og spennandi og náðu heimakonur fyrst að jafna á 34. mínútu, 11:11. Leikurinn var afar jafn og komust Haukakonur yfir í lokin. Markmenn beggja liða áttu stórleik, en Sara Sif Helgadóttir varði 15 skot fyrir Fjölni og Elín Jóna Þorsteinsdóttir 12 fyrir Fjölni, þar af 4 vítaskot.

Fjölniskonur urðu ragar við að taka af skarið undir lok leiks sem skilaði þeim ekki þeim mörkum sem þær þurftu á ögurstundu. Nýliðarnir léku þó frábærlega og verður áhugavert að fylgjast með þeim í næstu leikjum. 

Fjölnir er áfram í 7-8. sæti deildarinnar með eitt stig, en Haukar fer upp í 3.-4. sæti með fjögur stig, en umferðinni lýkur á fimmtudag. 

Fjölnir mætir Val þriðjudaginn 17. október og Haukakonur fá Selfoss í heimsókn sunnudaginn 15. október.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér að neðan.

Fjölnir 18:20 Haukar opna loka
60. mín. Sara Sif Helgadóttir (Fjölnir) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert