Menn fara að hugsa of mikið

Ernir Hrafn Arnarsson úr Aftureldingu kemst lítt áleiðis gegn Hákoni …
Ernir Hrafn Arnarsson úr Aftureldingu kemst lítt áleiðis gegn Hákoni Daða Styrmissyni og Daníel Þór Ingasyni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við byrjum vel og spilum flottan handbolta í átján mínútur en svo kemur kafli, sem kemur alltaf í byrjun móts og við skorum bara eitt mark í tólf mínútur,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson línumaður Aftureldingar eftir 25:32 tap fyrir Haukum í Mosfellsbænum í kvöld þegar liðin mættust í 6. umferð efstu deildar karla í handbolta, Olís-deildinni.

Einar Ingi var ekki sáttur.  „Það kemur einhver panik í mannskapinn þegar þetta hættir að ganga hjá okkur og þá erum við of lengi að vinna okkur út úr hlutunum, til dæmis í þessum leik þegar Haukar skora sex mörk í röð og þarna byrja menn að hugsa of mikið.  Þá er meira en segja það að rífa sig upp úr því.“   

„Ég segi að þetta muni smella saman hjá okkur en brekkan er hrikaleg erfið brekka, sem við verðum að fara koma okkur yfir.   Þetta hefur verið erfiður tími og eftir þessa fjóra leiki þungt yfir mannskapnum.  Við núllstilltum okkur eftir nokkra leiki og töpum síðan fyrir Selfossi, áttum að vinna þann leiki og í raun bara aular að missa hann niður.  Svo kemur aftur að við mætum klárir til leiks og byrjum vel en svo koma þessir slæmu kaflar, sem hafa verið að elta okkur alla leikina og við náum ekki að rífa okkur upp úr þeim,“  bætti línumaðurinn við.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert