Samningur Arons til fjögurra ára

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fastlega er búist við því að Aron Pálmarsson skrifi undir samning við spænska stórliðið Barcelona í vikunni og að því er fram kemur í spænska blaðinu El Mundo Deportivo mun hann gera fjögurra ára samning við Katalóníuliðið.

Barcelona og ungverska meistaraliðið Vezsprém hafa komist að samkomulagi um félagaskiptin og aðeins á eftir að ganga frá samningi Arons við Barcelona áður en félagaskiptin ganga í gegn en líklegt er að sá samningur verði klár á allra næstu dögum.

Vefurinn Handball-Planet.com hefur heimildir fyrir því að Barcelona greiði Vezsprém eina milljón evra fyrir Aron en sú upphæð jafngildir tæpum 125 milljónum króna. Sé sú upphæð rétt verður Aron þriðji dýrasti handboltamaður sögunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert