Víkingar jöfnuðu á lokasekúndunni

Aron Dagur Pálsson sækir að vörn Víkings í kvöld.
Aron Dagur Pálsson sækir að vörn Víkings í kvöld. mbl.is/Golli

Stjarnan og Víkingur gerðu dramatískt 27:27 jafntefli í 6. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld eftir að Egidijus Mikalonis skoraði dramatískt jöfnunarmark á loka sekúndu leiksins.

Það tók sjö mínútur fyrir fyrsta markið að líta dagsins ljós og það voru gestirnir úr Fossvoginum sem gerðu það en heimamenn voru afar lengi í gang. Nýliðar Víkings voru mest fjórum mörkum yfir, 7:3, og var það aðallega Davíði Hlíðdal Svanssyni að þakka í markinu en hann varði 12 skot í fyrri hálfleiknum. Stjarnan fór loks að finna taktinn eftir því sem á leið og það voru Garðbæingar sem enduðu fyrri hálfleikinn mikið mun betur og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 11:9.

Saga síðari hálfleiksins var í sú sama og í þeim fyrri. Heimamenn byrjuðu illa og Víkingar jöfnuðu snemma og komust einu marki yfir en aftur tóku heimamenn forystuna og virtust ætla að vinna þetta nokkuð sanngjarnt þegar Víkingar komu með eitt loka áhlaup. Egidijus Mikalonis var frábær fyrir gestina með tíu mörk og það var hann sem skoraði ótrúlegt jöfnunarmark, stöngin inn, á lokasekúndu leiksins til að tryggja Víkingum aðeins þeirra annað stig í vetur.

Stjarnan fer upp í sjötta sætið með sjö stig en liðið hefur nú gert þrjú jafntefli. Víkingar lyfta sér upp í 10. sætið með sínu öðru stigi í vetur.

Stjarnan 27:27 Víkingur opna loka
60. mín. Egidijus Mikalonis (Víkingur) skoraði mark Mikalonis er kominn af stað og raðar þeim inn. Mínúta eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert