Án þjálfarans í stórleikjum

Ólafur Guðmundsson reynir skot gegn Slóveníu á HM í janúar.
Ólafur Guðmundsson reynir skot gegn Slóveníu á HM í janúar. AFP

Íslensku landsliðsmennirnir í handbolta, Arnar Freyr Arnarsson, Gunnar Steinn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson, voru í sérkennilegri stöðu hjá félagsliði sínu Kristianstad á dögunum. Þegar í hönd fóru leikir gegn sumum af sterkustu liðum Evrópu í Meistaradeildinni, Barcelona, Pick Szeged og RN Löwen, var liðið án þjálfara síns. Gamla brýnið Ola Lindgren hefur stýrt Kristianstad síðustu árin með góðum árangri, en þurfti að taka sér frí frá störfum vegna veikinda.

„Fyrir leikinn gegn Barcelona veiktist hann og var í fríi í um það bil tvær vikur. Hann er nýkominn aftur til starfa en hann fór heim til sín í Halmstad og var á sjúkrahúsi þar á meðan hann var fjarverandi,“ sagði Ólafur en þegar Morgunblaðið ræddi við hann höfðu leikmenn ekki verið settir nánar inn í stöðuna hjá Lindgren. Ólafur sagðist því reikna með að hann væri kominn aftur til starfa af fullum krafti.

Á meðan Lindgren naut ekki við var liðinu stýrt af íþróttastjóra félagsins, sem er fyrrverandi aðstoðarþjálfari liðsins, og núverandi aðstoðarþjálfara. „Íþróttastjórinn var aðstoðarþjálfari á síðasta tímabili. Núverandi aðstoðarþjálfari er því nýr í starfinu og þeir sáu um þetta saman. Meðan á þessu stóð reyndu leikmenn að hugsa ekki of mikið um þetta og nota þetta ekki sem afsökun. Svona var bara staðan og við reyndum að tækla þetta á sem bestan veg. Lindgren er frábær þjálfari og hefur verið lengi hjá félaginu. Við sem höfum spilað lengi undir hans stjórn erum orðnir vanafastir og þekkjum uppleggið fyrir leiki. Takturinn í liðinu varð svolítið annar þegar hann var ekki á staðnum og þetta var svolítið skrítið.“

Nánar er rætt við Ólaf í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert