FH-ingar til Slóvakíu ef kæran verður þeim í hag

Ágúst Birgisson skorar í fyrri leik FH og St. Pétursborgar.
Ágúst Birgisson skorar í fyrri leik FH og St. Pétursborgar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú í morgun var dregið í 32-liða úrslit EHF-bikarkeppninnar í handknattleik, en enn á eftir að koma í ljós hvort FH eða St. Pétursborg fara áfram eftir að Rússarnir kærðu viðureignina við FH í gær.

Það var engu að síður dregið og FH eða St. Pétursborg mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í þessari 3. umferð keppninnar.

St. Pétursborg kærði fram­kvæmd seinni leiksins við FH vegna mistaka finnsks eft­ir­lits­manns EHF. Sá taldi að grípa ætti til 2x5 mín­útna fram­leng­ing­ar yrði staðan í ein­víg­inu jöfn að lokn­um tveim­ur leikj­um, en í raun átti að grípa til víta­keppni. FH tryggði sér sig­ur í fram­leng­ing­unni og því kom aldrei til neinn­ar víta­keppni.

FH hefur frest til klukkan fimm í dag til að skila greinargerð um málið og reiknað er með niðurstöðu í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert