Meirihlutinn ekki leikið landsleik

Andrea Jacobsen er í landsliðshópnum
Andrea Jacobsen er í landsliðshópnum mbl.is/Eggert Jóhannesson

Axel Stefánsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta hefur valið 20 leikmenn til æfinga í Reykjavik 26.-29. október næstkomandi. Í hópnum eru eingöngu leikmenn sem spila á Íslandi þar sem ekki er um alþjóðlega landsleikjaviku að ræða.

11 leikmenn í hópnum hafa ekki enn leikið landsleik og er því um óreyndan hóp að ræða. Þær Ragnheiður Júlíusdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir, leikmenn Fram gefa ekki kost á sér í verkefnið. 

Hér að neðan má sjá hópinn í heild sinni. 

Nafn:                          Félag:         Landsleikir:

Andrea Jacobsen, Fjölnir, 2
Berglind Þorsteinsdóttir, HK, 0
Brynhildur Kjartansdóttir, Stjarnan, 0 
Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur, 0
Díana Kristín Sigmarsdóttir, ÍBV, 0
Elena Elísabet Birgisdóttir, Stjarnan, 2 
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar, 10
Ester Óskarsdóttir, ÍBV, 9
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, ÍBV, 51
Guðrún Erla Bjarnadóttir, Haukar, 0
Hildur Björnsdóttir, Valur, 0
Kristrún Steinþórsdóttir, Selfoss, 0 
Lovísa Thompson, Grótta, 7 
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss, 0 
Ragnheiður Ragnarsdóttir, Haukar, 0 
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV, 0
Selma Þóra Jóhannsdóttir, Grótta, 0
Stefanía Theodórsdóttir Stjarnan, 1 
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan, 23
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram, 80

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert