FH þarf að fara í vítakastkeppni

Gísli Þorgeir Kristjánsson þarf að fara til Rússlands til þess …
Gísli Þorgeir Kristjánsson þarf að fara til Rússlands til þess að taka víti á næstunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Evrópska handknattleikssamandið, EHF, hefur úrskurðað að útkljá þurfi úrslit í leik FH og St. Pét­urs­borg í annarri umferð EHF-bik­ar­keppn­inn­ar í handbolta karla með vítakastkeppni. 

Staðan eftir tvo leiki FH og St. Pétursborgar var jöfn og samkvæmt reglum EHF hefði átt að skera úr um hvort liðið færi með vítakastkeppni. Eftirlitsmaður á vegum EHF og dómarar leiksins framlengdu hins vegar leikinn þar sem FH hafði betur. 

Nú hefur EHF gefið út úrskurð þess efnis að FH-ingar þurfi að ferðast til Rússlands og fara í vítakastkeppni við St. Pétursborg og sigurvegarinn í þeirri keppni mun mæta Tatran Presov frá Slóvakíu í þriðju um­ferð keppn­inn­ar.

Fram kemur í úrskurði EHF að sambandið muni greiða allan kostnað FH við ferðalagið til Rússlands. Forráðamenn FH hafa frest til morguns til þess að áfrýja úrskurði EHF. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert