Bikarmeistararnir mæta Val

Sólveig Lára Kjærnested og stöllur í Stjörnunni eiga titil að …
Sólveig Lára Kjærnested og stöllur í Stjörnunni eiga titil að verja í bikarkeppninni. mbl.is/Golli

Dregið var til 32-liða úrslita Coca Cola-bikars karla og 16-liða úrslita Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í hádeginu í dag.

Átta lið sitja hjá í þessari umferð hjá körlunum og Íslandsmeistarar Fram sitja hjá í 16-liða úrslitunum hjá konunum. Stórleikurinn kvennamegin er á milli Vals, sem farið hefur afar vel af stað á leiktíðinni, og ríkjandi bikar- og deildarmeistara Stjörnunnar.

Hjá körlunum eru tveir úrvalsdeildarslagir á dagskrá en ÍR og Stjarnan mætast í Breiðholti og Víkingur tekur á móti Fjölni. Eins og reglur kveða á um fengu lið úr neðri deildum heimaleik ef þau drógust gegn liðum úr efri deild. Dráttinn má sjá hér að neðan.

32-liða úrslit karla
Mílan – KA
Víkingur – Fjölnir
Þróttur Vogum – Fjölnir 2
ÍH – Akureyri
Kórdrengirnir – HK
ÍR – Stjarnan
Valur 2 – Hvíti Riddarinn
ÍBV 2 – Afturelding

Liðin sem sátu hjá voru: FH, ÍBV, Valur, Selfoss, Fram, Grótta, Haukar og Þróttur R

16 liða úrslit kvenna

ÍR – Víkingur
Valur – Stjarnan
Afturelding – Haukar
Fylkir – ÍBV
HK – Selfoss
KA/Þór – FH
Fjölnir – Grótta

Liðið sem sat hjá var: Fram

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert