Aron bíður bara pappíra

Aron Pálmarsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta.
Aron Pálmarsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Pálmarsson verður kynntur sem nýr leikmaður Spánarmeistara Barcelona á allra næstu dögum, en aðeins er beðið eftir því að pappírar í tengslum við félagaskipti hans frá ungverska liðinu Veszprém fari í gegn hjá Evrópska handknattleikssambandinu.

Aron gerir fjögurra ára samning við Barcelona, sem borgar um eina milljón evra fyrir hann. Aron ætti því að öllum líkindum að vera klár í slaginn strax í næsta leik Barcelona í byrjun nóvember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert