Gott stig hjá lærisveinum Alfreðs

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Ljósmynd/thw-handball.de

Kiel sem leikur undir stjórn Alfreðs Gíslasonar gerði jafntefli, 25:25, þegar liðið mætti Bjarka Má Elíssyni og félögum hans hjá Füchse Berlin í 10. umferð þýsku efstu deildarinnar í handbolta karla í dag. 

Bjarki Már komst ekki á blað hjá Refunum í dag sem eru áfram í toppsæti deildarinnar með 17 stig en Rhein-Neckar Löwen á leik til góða og hefur 16 stig.

Niclas Ekberg var markahæstur hjá Kiel með sjö mörk og jafnaði metin fyrir liðið úr vítakasti rétt fyrir leikslok. Markahæstur hjá Füchse Berlin var Steffen Fäth með átta mörk.

Kiel er í 7. sæti með 11 stig en liðið hefur tapað gegn Hannover, Melsungen, Wetzlar og Rhein-Neckar Löwen sem telst nokkuð mikið á þeim bænum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert