Aðalsteinn hættur og tekur við öðru liði

Ragnar Jóhannsson og Aðalsteinn Eyjólfsson
Ragnar Jóhannsson og Aðalsteinn Eyjólfsson Ljósmynd/Thomas Wißner

Aðalsteinn Eyjólfsson er hættur sem þjálfari þýska 1. deildar liðsins Hüttenberg og tekur til starfa hjá Erlangen á morgun sem spilar í sömu deild.

Aðalsteinn stýrði liði Hüttenberg í síðasta skipti í dag þegar liðið tapaði með eins marks mun fyrir Lemgo. Aðalsteinn sagði í samtali við mbl.is í dag að hann hefði tilkynnt forráðamönnum Hüttenberg í vikunni að hann ætlaði að róa á önnur mið en Aðalsteinn hefur verið við stjórnvölinn hjá Hüttenberg frá árinu 2015 og undir hans stjórn vann liðið sig upp um tvær deildir á tveimur árum og spilar í efstu deild. Með liðinu leikur Ragnar Jóhannsson.

Eftir 10 umferðir í deildinni er Hüttenberg í 16. sæti með fimm stig en Erlangen er sætinu fyrir ofan með jafnmörg stig.

Nánar er rætt við Aðalstein í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert