Meistarar Vals kjöldregnir í Valshöllinni

Ásbjörn Friðriksson fyrirliði FH lætur skotið ríða af gegn Valsmönnum …
Ásbjörn Friðriksson fyrirliði FH lætur skotið ríða af gegn Valsmönnum í kvöld. mbl.is/Golli

Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir af deildarmeisturum FH í viðureign liðanna í Valshöllinni í Olís-deild karla í handknattleik karla í kvöld. FH-ingar voru með yfirburði gegn daufum Valsmönnum sem náðu sér aldrei á flug, lokatölur, 33:21. FH hafði tíu marka forskot  að loknum fyrri hálfleik, 15:5.

Þetta var fyrsta tap Valsmanna í deildinni á þessari leiktíð. FH-liðið er hinsvegar enn á taps og situr nú í efsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex leiki.

Valsmenn náðu sér aldrei á strik. Ekki stóð steinn yfir steini í leik liðsins, jafnt í vörn sem sókn, í fyrri hálfleik. Vörn FH-inga var traust og sóknarleikurinn gekk vel. Liðið hafði tíu marka forskot eftir fyrri hálfleik eftir að Valur hafði ekki skorað mark síðustu tíu mínútur hálfleiksins auk þess sem Valsliðið skoraði ekki fyrsta mark sitt fyrr en eftir rúmar átta mínútur.

Ekki hresstist Valsliðið á fyrsta stundarfjórðungi fyrri hálfleiks. FH-ingar héldu áfram á fullri ferð og náðu mest 13 marka forskot í síðari hálfleik. 

FH-liðið sýndi sínar bestu hliðar lengi vel í þessu leik. Vörnin var frábær með Ísak Rafnsson í aðalhlutverki. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum í sóknarleiknum og mataði samherja sína á sendingum. Óðinn Þór Ríkharðsson fór einnig á kostum og nýtti sín færi afar vel. Fleiri FH-ingar léku afar vel. 

Leikmenn Vals voru miður sín frá upphafi og voru langt frá sínu besta.

Valur 21:33 FH opna loka
60. mín. Sigurður Ingiberg Ólafsson (Valur) skýtur framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert