Arnar hættur með Fjölni

Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis.
Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Gunnarsson hefur hætt þjálfun meistaraflokks karla í handbolta, þetta tilkynnti félagið rétt í þessu. Arnar kom Fjölni upp í efstu deild síðasta vetur er liðið hafði yfirburði í 1. deildinni. Fjölnir er með tvö stig eftir sex leiki í Olísdeildinni og í 10. sæti af 12 liðum. 

Mikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað í handboltanum í Grafarvoginum á undanförnum árum og hefur Arnar átt stóran hlut í því. Arnar tók við Fjölni árið 2014. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert