Fjölnir örfáum sekúndum frá fyrsta sigrinum

Matthías Daðason jafnaði fyrir Fram í blálokin.
Matthías Daðason jafnaði fyrir Fram í blálokin. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölni tókst ekki að ná í sinn fyrsta sigur í Olísdeild karla í handbolta, þrátt fyrir að vera með 29:28-forystu og boltann þegar um 30 sekúndur voru til leiksloka gegn Fram í kvöld. Framarar unnu boltann og Matthías Daðason jafnaði.  

Leikurinn var hnífjafn og spennandi allan tímann, en aðeins einu sinni munaði meira en einu marki á liðunum. Þá var Fjölnir með 29:27-forystu undir lokin, en Fram skoraði síðustu tvö mörkin. 

Arnar Birkir Hálfdánarson átti stórleik hjá Fram og skoraði 13 mörk og Kristján Örn Kristjánsson gerði 11 fyrir Fjölni. Fram er með átta stig í 7. sæti og Fjölnir í 10. sæti með þrjú stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert