FH hafði betur í vítakeppninni

Einar Rafn Eiðsson tekinn föstum tökum af leikmönnum St. Pétursborgar.
Einar Rafn Eiðsson tekinn föstum tökum af leikmönnum St. Pétursborgar. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH fór með sigur af hólmi, 4:3, þegar liðið mætti St. Pétursborg í vítakeppni í Rússlandi til þess að útkljá einvígi liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handknattleik í morgun.

Það blés raunar ekki byrlega fyrir FH-inga í byrjun þar sem Ásbjörn Friðriksson klúðraði fyrsta vítakasti keppninnar. Ágúst Elí Björgvinsson varði hins vegar tvö vítaköst í keppninni og kom FH í góða stöðu. 

Einar Rafn Eiðsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ísak Rafnsson skoruðu úr sínum vítaköstum og tryggðu FH áfram í 3. umferð keppninnar. Þar mætir FH slóvaska liðinu Tatran Presov.

Rúss­arn­ir sendu inn kæru eft­ir síðari leik liðanna í St. Pét­urs­borg í síðasta mánuði en eft­ir­lits­manni EHF urðu þá á mis­tök. Þar sem úr­slit­in urðu þau sömu og í fyrri leikn­um í Kaplakrika hefði átt að fara í víta­keppni en leik­ur­inn var fram­lengd­ur.

St. Pét­urs­borg vann kæru­málið og dóm­stóll EHF úr­sk­urðaði að liðin þyrftu að eig­ast við í víta­keppni. Áfrýj­un FH-inga skilaði ekki ár­angri. Eftir allan þessa skriffinsku, langt ferðalag, mikla vinnu og mikla spennu er ánægjulegt að sjá að FH hafi náð að tryggja sér sæti í 3. umferð keppninnar. 

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu EHF frá vítakastkeppninni sem á að hefjast klukkan 9 að íslenskum tíma. Einnig má sjá útsendinguna HÉR.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert